Tölfræði leikmanna í Domino's deild karla hefur verið uppfærð að loknum 19 umferðum. Henni hefur verið raðað upp eftir PER gildi leikmanna deildarinnar og aðeins birtir þeir leikmenn sem spilað hafa 10 mínútur að meðaltali í leik eða meira. 

 

Af listanum hér að neðan má sjá að Cameron Forte er enn með hæsta PER deildarinnar á þessari leiktíð og á eftir honum koma Urald King og Marques Oliver sem hafa þurft að bera hitann og þungann af sóknarleik sinna liða sem skýrir hugsanlega há gildi þeirra.

 

Kristófer Acox og Kári Jónsson bera af meðal íslenskra leikmanna á þessum lista en það er engu líkara að baráttan verði milli þessara tveggja leikmanna um viðurkenninguna leikmaður ársins fari KR og Haukar alla leið í úrslitin í vor. KR er besta varnarlið deildarinnar með 92,9 í DRtg og þarf því ekki að koma á óvart að þrír KR-ingar leiði deildina í lægstum DRtg einstakra leikmanna en það eru Kristófer, Pavel Ermolinskij og Jón Arnór Stefánsson.

 

Listinn er langur og breiður en hægt er að skruna (skrolla) til hliðar einnig í töflunni til að sjá fleiri gildi. Hægt er að raða listanum upp eftir ákveðnum gildum ef smellt er efst í þeim dálki sem raða á upp eftir.