Framherjinn Kristinn Pálsson mun leika með Njarðvík í kvöld gegn Þór Akureyri. Áður hafði leikmaðurinn misst af tveimur leikjum vegna deilu Njarðvíkur við ítalska liðið Stella Azzurra um uppeldisbætur fyrir hann, en Kristinn lék á Ítalíu frá 16 til 18 ára aldurs.

 

Samkvæmt dómi FIBA var Njarðvík gert að greiða rúma miljón til ítalska félagsins fyrir Kristinn í uppeldisbætur, en sú skuld hefur nú verið gerð upp og hann því löglegur með þeim.

 

Frítt er á leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld, en hann hefst kl. 19:15.