Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Nokkuð var um óvænt úrslit, þar sem að Orlando Magic lögðu Cleveland Cavaliers og Oklahoma City Thunder sigruðu Golden State Warriors.

 

Stærsta frétt næturinnar kom þó frá New York. Þar sem að stjörnuleikmaðurinn Kristaps Porzingis meiddist illa á hnéi í tapi Knicks fyrir Milwaukee Bucks. Komið hefur í ljós síðan að leik lauk að um krossbandsslit var að ræða og verður leikmaðurinn því líklega frá næstu 10 mánuðina.

 

 

 

Úrslit næturinnar

Cleveland Cavaliers 98 – 116 Orlando Magic

Boston Celtics 91 – 111 Toronto Raptors

Memphis Grizzlies 82 – 108 Atlanta Hawks

Houston Rockets 123 – 113 Brooklyn Nets

Milwaukee Bucks 103 – 89 New York Knicks

Washington Wizards 102 – 115 Philadelphia 76ers

Oklahoma City Thunder 125 – 105 Golden State Warriors

Phoenix Suns 93 – 112 Los Angeles Lakers