KR hefur komist að samkomulagi við Kendall Pollard um að leika með liðinu út tímabilið. Kendall er 23 ára kraftframherji sem útskrifaðist úr Dayton háskólanum við góðan orðstír í fyrra.

 

Fyrir var liðið með bandaríkjamanninn Brandon Penn hjá sér, en samkvæmt þjálfara liðsins munu þeir nota þá báða.

 

Frekari upplýsingar eru í frétt KR hér fyrir neðan.