Njarðvíkurkonur náðu ekki að hefna ófarana frá bikarúrslitum í ár þegar þær mættu grönnum sínum í Keflavík í Dominosdeild kvenna í dag.  Leikurinn var jafn framan af og ef eitthvað voru Njarðvík að sýna ágætis leik á köflum. En þegar leið á leikinn þá sigu Keflavík framúr og lönduðu sigri 88:79. 

 

Keflavíkurliðið virkaði ekki sannfærandi framan af leik og áttu í mesta basli með að stöðva Shay Winton erlendan leikmann Njarðvíkur. Shay fór hreinlega hamförum og skoraði 41 stig og tók 28 fráköst. Alls ekki hægt svo sem að kvarta yfir þeirri frammistöðu, en vandamál Njarðvíkur er að hún þarf meiri hjálp frá félögum sínum í sókninni.  Hvað eftir annað skilar hún sínu en uppá vantar að hún einhver leikmaður stígi upp og verði henni til aðstoðar. Annað stórt vandamál liðsins sem hefur hrjáð þær í vetur að þær liðið hefur náð að spila vel fyrri hálfleik, jafnvel allt til þriðja fjórðungs en svo virðist liðið sprungið og iðulega hefur fjórði leikhluti reynst þeim afar erfiður. 

 

Keflavík landaði mikilvægum sigri en líkt og Shay Winton átti erlendur leikmaður þeirra Brittney Dinkins stórleik þegar hún skilaði myndarlegri þrennu með 42 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum.  Liðið þarf á slíkri frammistöðu að halda þar sem liðið er laskað með þær Emilíu og Þórunnu í meiðslu og í gær meiddist einnig Embla Kristínardóttir og spilaði 16 mínútur í leiknum.  En liðið í heild sinni gerði vel og skilaði því sem þurfti til. 

 

Eftir leikinn eru Keflavík í þriðja sæti með 28 stig en Njarðvík situr sem fastast á botninum án stiga. 

 

Tölfræði leiksins.