Keflavík vann nokkuð óvæntan sigur á KR í Dominos deild karla í kvöld. Varnarleikurinn var í aðalhlutverki hjá báðum liðum en Keflavíkingar silgdu að lokum 65-72 sigri. 

 

Gangur leiksins:

 

Það var mikið jafnræði með liðunum strax í upphafi. Varnirnar voru nokkuð sterkar og leikur beggja liða einkendist af litlum áhlaupum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-16 fyrir KR sem voru skrefinu á undan þrátt fyrir fína baráttu Keflvíkinga. 

 

Vörnin var í algjöru aðalhlutverki í öðrum leikhluta. Keflavík náði forystu og voru á tímabili líklegri. Staðan í hálfleik var þó jöfn þar sem tölurnar á töflunni minntu helst á handsboltaleik 32-32. Þriggja stiga nýting beggja liða var arfaslök enda sóknirnar þvingaðar á löngum köflum. Til að mynda var KR ekki með þriggja stiga körfu í öllum fyrri hálfleik í 15 tilraunum. 

 

Keflavík fór betur af stað í þriðja leikhluta og náðu fljót forystunni. Varnarleikur liðsins var mjög sterkur og tókst gestunum að stjórna hraða leiksins. Staðan var 51-52 eftir þriðja leikhluta en KR var aldrei langt undan. 

 

Gestirnir voru gríðarlega ákveðnir í byrjun lokaleikhlutans. Liðið komst í sjö stiga forystu en stór skot frá Brynjari og KR liðinu hélt lífi í leiknum. Christian Jones var algjörlega óstöðvandi undir körfunni gegn sterkum leikmönnum KR. Að lokum voru það Keflvíkingar sem höfðu ótrúlegan 65-72 útisigur á KR á afmælisdegi Knattspyrnufélags Reykjavíkur. 

 

 

Hetjan: 

 

Chirstian Dion Jones var erfiður ljár í húfu KR. Hann fór illa með vörn KR undir körfunni og gerði vel varnarlega. Hann endaði með 20 stig og 11 fráköst. Hörður Axel átti einnig líklega sinn besta leik síðan hann kom aftur til Keflavíkur en hann var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann stjórnaði leik Keflavíkur vel og barðist gríðarlega á varnarenda. 

 

Brynjar Þór og Jón Arnór leiddu KR liðið en of margir lykilmenn liðsins náðu sér ekki á strik. KR frumsýndi nýjan erlendan leikmann, Kendall Pollard. Hann lennti í nokkrum villuvandræðum strax í fyrri hálfleik en hann var sterkur í Pick and roll settum KR. Hann sýndi ekki nægilega mikið til að hrífa áhorfendur en ljóst er að hæfileikarnir eru til staðar hjá kauða. 

 

Kjarninn

 

Eftir skeflilegt gengi Keflavikur síðustu vikur sem náði ákveðnum botni fyrr í vikunni með tapi á heimavelli gegn Hetti virðist Keflavík vera mætt til leiks. Varnarleikur liðsins var algjörlega magnaður. Það eru ekki mörg lið sem hafa náð að halda KR í 65 stigum í DHL-höllinni. Það var mikil stemmning hjá Keflvíkingum frá fyrstu mínútu, ljóst var að liðið ætlaði að snúa bökum saman og sýna hvað í þeim býr. 

 

Þetta KR lið er allt annað KR lið en var í DHL fyrir viku síðan þegar liðið valtaði yfir Grindavík. Sókarleikurinn var seigur sem vondur kjötbiti og ansi hreint ólíkur sjálfum sér. Möguleg ástæða er innkoma Pollard í liðið en hann spilaði einungis 17 mínútur svo sú afsökun nær ekki langt. Liðið spilar risastóran leik gegn Haukum á sunnudag og ljóst að liðið þarf að girða sig rækilega í brók ætli þeir að eiga séns. 

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn 

 

Viðtöl eftir leik: