Nítjándu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Þrátt fyrir að leikjum fari fækkandi í deildarkeppninni er margt enn óljóst í niðurröðun liðanna. Því eru allir leikir mikilvægir í þessum umferðum. 

 

Í Njarðvík mætir eitt af toppliðum deildarinnar í heimsókn, Haukar. Þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu unnu Hafnfirðingar stóran sigur á Njarðvík 108-75. Njarðvíkingar hafa því harma að hefna á sínum heimavelli í kvöld en liðið kemur inní þennan leik með fullt sjálfstraust eftir góðan útisigur á Grindavík fyrr í vikunni. 

 

Íslandsmeistarar KR virðast vera að ná öllum vopnum sínum þessa dagana en liðið fær Keflavík í heimsókn í kvöld. Keflavíkingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum síðustu vikna og því mikið í húfi hjá liðinu að finna sigurtilfinningu rétt fyrir úrslitakeppni. Þessi lið mættust í undanúrslitum á síðasta tímabili og því ljóst að hart verður barist. 

 

Leiki dagsins má finna hér að neðan en fjallað verður um þá á Karfan.is síðar í dag.

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild karla:

 

Njarðvík – Haukar – kl. 19:15

KR – Keflavík – kl. 20:00 (Í beinni á Stöð 2 Sport)
 

1. deild karla:

Breiðablik – Fjölnir – kl. 18:30
FSu – Vestri – kl. 19:15
Snæfell – Hamar – kl. 19:15

 

1. deild kvenna:

Ármann – Þór Akureyri – kl. 20:00