Morgunblaðið greindi frá því áðan á mbl.is að landsliðsmaðurinn Kári Jónsson væri fingurbrotinn. Ljóst er að Kári verður frá keppni næstu vikurnar og missir því af landsleikjunum sem og væntanlega næstu deildarleikjum.

Kári sagði við Morgunblaðið að þetta hefði gerst á landsliðsæfingu í fyrradag og að við myndatöku hefði komið í ljós smá brot á þumalfingri í hægri hendi. Lesa má um málið hér.

Haukar eiga þrjá leiki eftir í deild gegn Stjörnunni, ÍR og Val en Hafnfirðingar eru í bullandi baráttu um deildarmeistaratitilinn.