Barcelona sleit samningi sínum við þjálfarann Sito Alonso fyrr í þessari viku en liðið hefur valið miklum vonbrigðum í Euroleague og spænsku deildinni hingað til. Alonso tók við liðinu fyrir tímabilið.

 

Katalóníu félagið hefur samið við serbann Svetislav Pesic um að þjálfa liðið út tímabilið.  Pesic er einn sigursælasti þjálfari Evrópu en hann er frá Serbíu og hefur unnið Euroleague sem leikmaður og þjálfari og er þar í hópi með einungis tveimur öðrum. Sem þjálfari hefur hann þjálfað besti félags-og landslið í heimi. Hann hefur vann Euroleague sem þjálfari Barcelona árið 2003 og þjálfaði landslið Júgóslavíu sem varð heimsmeistari árið 2002 þar sem liðið vann meðal annars stjörnumprídd landslið Bandaríkjana og eitt af fáum löndum sem hefur tekist það síðan NBA leikmenn hófu að leika fyrir Bandaríkin. Hann þjálfaði einnig landslið Þýskalands. 

 

Hann snýr nú til baka til Barcelona eftir 14 ára fjarveru. Pesic þessi var einmitt aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði 2. C hjá KKÍ síðasta sumar. Þar ræddi Karfan.is við hann um körfuboltann, námskeiðið og íslenska landsliðið.