Ísland mætir Svartfjallalandi í undankeppni Eurobasket 2019 í kvöld. Leikurinn fer fram kl 18:00 í Svartfjallalandi. Liðin mættust einnig í nóvember þar sem Svartfjallaland hafði 84-62 sigur í Laugardalshöll. 

 

Leikurinn fer fram í Verde Complex höllinni í borginni Podgorica í Svartfjallalandi. Höllin tekur 2200 manns í sæti en Svartfjallaland tapaði þar um helgina gegn Slóvakíu 73-72. 

 

Svartfjallaland er því komið með tvo sigra í þremur leikjum og eru í góðri stöðu. Íslenska liðið er enn í leit að sigri í undankeppninni en allir þrír leikir liðsins hafa tapast með nokkrum mun. 

 

Einn nýliði er í hópnum sem hélt til ferðaðist til Bosníu í síðustu viku en það er Rósa Björk Pétursdóttir leikmaður Hauka. Sex leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnið en ástæðan mun vera álag í skóla hjá þeim flestum. Hópinn má sjá í heild sinni hér en ein breyting var gerð á hópnum rétt fyrir brottför en Sigrún Sjöfn er enn meidd en í hennar stað var liðsfélagi hennar Jóhanna Björk Sveinsdóttir valin í liðið. 

 
 

Íslenska liðið hefur verið með Karfan.is snappið síðasta sólarhringinn að sýna frá undirbúningnum og fleira. Endiega bætið við Karfan.is á snapchat og fylgist með.