Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í Oakland sigruðu meistarar Golden State Warriors lið San Antonio Spurs með 122 stigum gegn 105. Fyrir Warriors var Draymond Green atkvæðamestur með 17 stig, 8 fráköst og 11 stoðsendingar, á meðan að fyrir Spurs var það Kyle Anderson sem dróg vagninn með 20 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.

 

Eftir gott gengi undanfarið tapaði Los ngeles Lakers fyrir Dallas Mavericks. Leikurinn sá fyrsti sem Isaiah Thomas lék fyrir liðið síðan hann kom frá Cleveland Cavaliers fyrr í vikunni, en hann skoraði 22 stig og gaf 6 stoðsendingar í frumrauninni.

 

Helstu tilþrif næturinnar:

 

 

Úrslit næturinnar

New Orleans Pelicans 138 – 128 Brooklyn Nets

Milwaukee Bucks 111 – 104 Orlando Magic

LA Clippers 98 – 112 Philadelphia 76ers

Washington Wizards 101 – 90 Chicago Bulls

Los Angeles Lakers 123 – 130 Dallas Mavericks

San Antonio Spurs 105 – 122 Golden State Warriors

Denver Nuggets 123 – 113 Phoenix Suns