Gangur leiksins

Jafnt á öllum tölum í 1.leikhluta og 17-17 niðurstaðan.

28-27 í tepásunni og mikið um tapaða bolta en baráttan í báðum liðum til fyrirmyndar en skotnýtingin hjá báðum liðum kannski ekki eins góð.

ÍR byrjaði að krafti í 3ja leikhluta, þær settu niður 3 víti og 3ja stiga körfu í kjölfarið. ÍR spiluðu einnig fanta góða vörn út 3ja leikhluta. Hamar náði forustu 37-36 stig og komust yfir en ÍR setti 4 síðustu stigin og 37-40.

Allt í járnum í seinasta leikhluta þar sem barátta á köflum svipaði til góðra átaka í handknattleik. ÍR gerði út um leikinn þegar um 1 mínúta var til leiksloka og náðu 6 stiga forustu. Sigri ÍR var ekki ógnað og lokatölur 49-53.

 

Þáttaskil

ÍR var yfir á hárréttu augnabliki í lokin og kláruðu aftur sigur í Hveragerði. Hnífjöfn lið með mikla baráttu en það lið vinnur sem er yfir í leikslok.

 

Tölfræðin lýgur ekki

..engin tölfræði yfir þennan leik (kemur vonadi inn síðar) en þeim mun meira um villur, tapaða bolta og varin skot. ÍR voru með ófá varin skot og sind að það sé ekki skráð áreiðanlega.

Eins hefði verið gaman að sjá hversu oft liðin skiftust á að hafa forustu og jafn á mörgum tölum í leiknum.

 

 

Góður dagur hjá ÍR á pöllunum sem fjölmenntu yfir greiðfæra Heiðina og ÍR stelpum niðri á parketi sem sóttu 2 stig í Frystikistuna í dag.

 

Slæmur dagur má segja hafi verið hjá dómurunum sem dæmdu bæði misjafnt og leyfðu á tímabili allt of mikla hörku. Samt sem áður réð það ekki úrslitum leiksins (fullirðing ritara) og dómurum leyfilegt að eiga slæman dag eins og leikmönnum. 

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Anton Tómasson