Þrír leikir eru í 20. umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Fyrsti leikur umferðarinnar fór fram þann 18. síðastliðinn, en í honum sigraði Valur lið Snæfells í Stykkishólmi.

 

Nokkur spenna er við topp deildarinnar þar sem liðin í 2. og 3. sæti, Haukar og Keflavík, eiga leik í kvöld. Með sigri geta Haukar jafnað Val í efsta sæti deildarinnar. Sigri Keflavík verða þær jafnar Haukum í öðru sætinu.

 

 

 

Staðan í deildinni

 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos kvenna:

Haukar Keflavík – kl. 19:15

Stjarnan Skallagrimur – kl. 19:15 

Njarðvík Breiðablik – kl. 19:15
 

 

1. deild kvenna:

KR Ármann – kl. 19:15