Höttur sigraði Keflavík með 95 stigum gegn 93 í í kvöld í 18. umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn er Keflavík enn í 8. sæti deildarinnar með 16 stig, en Höttur í því neðsta með 4.

 

Leikur kvöldsins var jafn og spennandi fram á lokamínútuna. Eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með 2 stigum, 26-24. Sá munur hélst fram að hálfleik, þar sem að staðan var 48-46 þegar liðin héldu til búningsherbergja.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn enn í járnum. Eftir þrjá leikhluta munaði aðeins stigi á liðunum, 66-65. Liðsmenn Hattar gerðu svo vel í að komast nokkrum stigum á undan undir lok leiksins og sigruðu því að lokum með 2 stigum, 93-95.

 

Atkvæðamestur fyrir Hött í leiknum var Kelvin Lewis, en hann skoraði 35 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði.

 

Fyrir Keflavík var það Christian Jones sem dróg vagninn með 28 stigum, 14 fráköstum og 5 stoðsendingum.

 

Tölfræði leiks