Ísland mætir Tékklandi í undankeppni HM 2019 á morgun. Leikurinn er sá fjórði í riðlakeppninni en Ísland vann síðasta leik sinn gegn Finnlandi síðasta föstudagskvöld. 

 

KKÍ tilkynnti rétt í þessu 12 manna leikmannahóp fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hópurinn er óbreyttur frá leiknum gegn Finnlandi en Tryggvi Snær Hlinason er kominn til landsins og verður með. 

 

Leikurinn verður einnig síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar fyrir Íslands hönd en hann hefur ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir þennan landsleikjaglugga. 

 

Leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl 16:00 á morgun. Búist er við hörku stemmningu og vonast eftir fullu húsi til að hjálpa strákunum að sækja sigur og kveðja Loga Gunnarsson. 

 

Miðasala er hafin á Tix.is. 

 

Tólf manna landsliðshóp Íslands má finna í heild sinni hér að neðan:

 

# Nafn Lið F. ár Staða Hæð Landsleikir
1 Martin Hermannsson Chalon Reims, Frakkland 1994 B 194 59
6 Jakob Örn Sigurðarson Boras Basket, Svíþjóð 1982 B 190 91
7 Pétur Rúnar Birgisson Tindastóll 1996 B 186 6
8 Hlynur Bæringsson Stjarnan 1982 M 200 119
9 Jón Arnór Stefánsson KR 1982 B 196 97
13 Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík 1988 B 194 71
14 Logi Gunnarsson Njarðvík 1981 B 192 146
15 Pavel Ermolinskij KR 1987 F 202 68
19 Kristófer Acox KR 1993 F 198 33
21 Ólafur Ólafsson Grindavík 1990 F 194 23
24 Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket, Frakkland 1992 F 198 64
34 Tryggvi Snær Hlinason Valencia, Spánn 1997 M 216 26