Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Þórsara, hafði þetta að segja eftir leik:

 

Nú var allt í járnum í fyrri hálfleik en svo fer þetta eiginlega allt á hliðina hjá ykkur strax í byrjun þriðja leikhluta. Hvað breyttist?

 

Þetta hefur verið að gerast svolítið oft hjá okkur í vetur þar sem við eigum einhvern smá kafla þar sem fókusinn fer og við förum að svekkja okkur of mikið. En þetta fer frá okkur mikið til útaf skotnýtingunni hjá okkur fyrir utan. Við hittum ekki neitt fyrir utan þriggja stiga línuna þrátt fyrir mörg opin skot. Þeir hittu mikið betur en við. 

 

Já, Nino byrjaði vel en svo komust ÍR-ingar svolítið upp með það að fjölmenna á hann, skilja allt eftir opið fyrir utan en þið náðuð ekki að refsa þeim neitt með skotum.

 

Neinei, einmitt. Við erum með flottar skyttur í liðinu sem hitta mjög vel á venjulegum degi en það vildi ekkert ofaní í kvöld.

 

Mér fannst vonleysi grípa um sig hjá ykkur full snemma, strax um miðjan þriðja leikhlutann, menn aðeins farnir að hengja haus. Hvað segiru um það?

 

Það er náttúrulega þannig að við erum að spila á móti liði sem hefur bullandi sjálfstraust og hefur verið að gera vel í allan vetur. Við erum með 3 sigra eftir einhverja 18 leiki og það er alltaf erfitt, sjálfstraustið er þá ekki ýkja mikið og þá er mjög auðvelt að brotna aðeins. En mér fannst strákarnir samt gera vel og þeir lögðu sig fram og reyndu, það er það sem maður biður um.

 

Þú veist væntanlega að Valsmenn unnu í kvöld…? 

 

Jájá, það er ekkert rosalega gaman að fá þær fréttir…

 

Neinei…þá lítur þetta býsna illa út fyrir ykkur verður að segjast…

 

Jájá þá er það bara þannig. Við þurfum þá að vinna seinustu þrjá leikina og vinna Val með 15+. Möguleikinn er, við höldum bara áfram, látum allt flakka og gerum okkar besta!

 

 

Meira um leikinn hér.

 

Viðtal / Kári Viðarsson