Íslenska A-landslið kvenna tapaði stórt gegn Bosníu á útivelli í þriðja leik liðsins í undankeppni Eurobasket 2019. Leikurinn var jafn framan af en Bosníska liðið gaf í í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur.

 

Helena Sverrisdóttir var lang öflugust fyrir lið Íslands. Hún  endaði með  32 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún dreif liðið áfram sóknarlega og sýndi það enn og aftur úr hverju hún er gerð. Hildur Björg Kjartansdóttir var einnig öflug með 16 stig og 8 fráköst. 
 
 
Alþjóðlega körfuknattleikssambandið, FIBA valdi Helenu svo í úrvalslið umferðarinnar í undankeppninni í dag eftir frammistöðu hennar. 
 
 
Íslenska liðið mætir Svartfjallalandi á miðvikudaginn í seinni leik þessar glugga undankeppninar. Liðið er en án sigurs en Svartfjallaland tapaði sínum fyrsta leik á laugardag er liðið mætti Slóvakíu í A-riðli.