Nítjándu umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. Í Njarðvík gerðu flestir ráð fyrir hörkuleik þegar Haukar voru í heimsókn. Sú varð alls ekki raunin en Haukar niðurlægðu Njarðvíkinga á þeirra eigin heimavelli 114-75. 

 

Í DHL-höllinni voru Keflvíkingar heimsókn. Staðan í hálfleik var 32-32 í miklum varnarleik. Eftir mikla baráttu voru það Keflvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en lokastaðan var 65-72.

 

Í 1. deild karla fóru fram þrír leikir. Í Kópavogi rétt marði Breiðablik Fjölni 92-90 og Snæfell vann góðan heimasigur á Hamri. Á Selfossi litlu óvænt úrslit ljós en FSu sem er í næst neðsta sæti deildarinnar vann öruggan sigur á Vestra. Vestri sem hefur verið í toppbaráttunni í vetur minnkaði þar með möguleika sína á efsta sætinu til  muna með þessum úrslitum. 

 

Úrslit dagsins má finna hér að neðan en fjallað verður nánar um leikina síðar í kvöld á Karfan.is:

 

Úrslit dagsins:

 

Dominos deild karla:

 

Njarðvík 75-114 Haukar

KR 65-72 Keflavík 

 

1. deild karla: 

Breiðablik 92-90 Fjölnir

Snæfell 101-94 Hamar

FSu 110-82