Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Á Sauðárkróki sigruðu heimamenn í Tindastól lið Keflavíkur, Haukar lögðu Hött á Egilsstöðum, Njarðvík sigraði Þór Akureyri í Ljónagryfjunni og Stjarnan lagði Val í Ásgarði.

 

Þá var einn leikur í 1. deild karla, en í honum sigraði Breiðablik lið FSu á Selfossi.

 

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild karla:

 

Höttur 69 – 91 Haukar

Tindastóll 101 – 93 Keflavík

Njarðvík 84 – 74 Þór Akureyri

Stjarnan 93 – 87 Valur

 

1. deild karla:

FSu 82 – 105 Breiðablik