Hamar frá Hveragerði átti auðveldan dag á parketinu á Akranesi í kvöld þar sem þeir lögðu ÍA með 58 stiga mun, 54-112.  Þrautaganga ÍA heldur því árfam á meðan Hamar heldur áfram að gera atlögu að topp sæti deildarinnar.

 

Um miðjan fyrsta leihluta í stöðunni 8-8 skilu leiðir og Hamarsmenn rúntuðu um völlinn á hraðlest á meðan ÍA labbaði sína leið.  Frekar ójafn ferðamáti sem liðin notuðust við og því ekki að spyrja að leikslokum.

 

Skagamenn hafa nú leikið 4 leiki á tímabilinu án erlends leikmanns og hafa þeir allir tapast frekar illa.  Óvíst er hversu lengi til viðbótar ÍA verða án erlends leikmanns en liðið má illa við því í leit sinni að fyrsta sigri tímabilsins.  Nýr leikmaður ÍA, Friðrik Hraf Jóhannsson, var stigahæstur hjá heimamönnum í kvöld með 14 stig og næstur á eftir honum var Sindri Leví Ingason með 11 stig, auk þess að taka 7 fráköst

 

Hamarsmenn eru enn taplausir á þessu ári og unnu í kvöld sinn fimmta leik í röð í deildinni.  Þeir dreifðu mínútum leiksins vel á hópinn sinn en stigahæstur hjá Hamri var Dovydas Strasunskas með

 

26 stig auk þess að taka 8 fráköst.  Larry Thomas daðraði við þrennuna í kvöld með 15 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiks

 

Myndir / Jónas H. Ottósson

Umfjöllun / HGH