Bandaríski háskólaboltinn er á fullri ferð þessa dagana. Að vanda eru íslensku leikmennirnir sem þar leika á ferðinni og áttu fína viku. 

 

Á listann vantar Lovísu Björt Henningsdóttir en hún er meidd og verður frá allt tímabilið hjá Marist vegna þeirra. 

 

Samantekt um frammistöðu íslendingana í háskólaboltanum má finna hér að neðan:

 

Valur Orri:

 

Florida Tech tapaði báðum leikjum sínum í vikunni. Sá fyrri sem fram fór síðasta miðvikudag tapaði liðið 94-77 fyrir Lynn háskólanum. Valur Orri endaði með 5 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Seinni leikur dagsins endaði með naumu tapi Florida 74-72 fyrir Saint Leo. Þar átti Valur góðan leik og endaði með 13 stig og 6 stoðsendingar. 

 

 

Gunnar Ólafsson:

 

Gunnar Ólafsson er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli síðustu mánaða. Hann mætti heldur betur með látum en í fyrri leik vikunnar en hann kom af bekknum og daðraði við tvöfalda tvennu. Hann endaði með 9 stig og 8 fráköst í leiknum í sigri á Bryant. Seinni leikurinn tapaðist hinsvegar gegn Wagner 79-61. Þar var Gunnar með átta stig og fjögur fráköst. 

 

Dagný Lísa: 

 

Dagný Lísa Davíðsdóttir lék ekki með Niagara háskólanum í leikjum vikunnar. 

 

Jón Axel:

 

Davidson háskólinn vann to örugga sigra í vikunni. Í þeim fyrri vann liðið George Washington skólann 87-58 þar sem Jón Axel Guðmundsson var með 9 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá vann liðið La Salle 65-84 í seinni leik vikunnar. Þar var Jón Axel frábær og endaði með 17 stig og 9 fráköst. 

 

Sólrún Inga:

 

Coastal Georgia lék tvo leiki í vikunni. Fyrri leiknum  tapaði liðið með tveimur stigum gegn Webber skólanum. Þar var Sólrún Inga með 9 stig. Í þeim seinni vann Coastal Georgia örugglega 76-57. Þar var Sólrún með 7 stig og 6 fráköst. 

 

Guðlaug Björt:

 

Florida Tech tapaði báðum leikjum sínum í vikunni. Sá fyrri sem fram fór síðasta miðvikudag tapaði liðið 64-63 fyrir Lynn háskólanum. Þar var Guðlaug með 4 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Sá seinni tapaðist 62-54 gegn Saint Leo þar sem Guðlaug endaði með tvö stig. 

 

Elvar Már: 

 

Barry háskólinn tapaði nokkuð óvænt tveimur leikjum í vikunni. Fyrri leiknum töpuðu Elvar og félagar gegn Palm Beach 87-74. Elvar endaði með 7 stig og 7 stoðsendingar. Seinni leiknum tapaði Barry eftir framlengingu þar sem Elvar var stigahæstur með 26 stig og 10 stoðsendingar. 

 

Sara Rún og Margrét Rósa:

 

Canisius háskólinn spilaði tvö leiki í vikunni og sótti skólinn tvo sigra. Í þeim fyrri vann skólinn Niagara 64-60. Þar var Sara Rún með tvöfalda tvennu 12 stig og 10 fráköst en Margrét Rósa var með 9 stig og fjögur fráköst. 

 

Seinni leikurinn var hnífjafn og vann Cancius 52-49 sigur á Saint Peters. Þar fóru íslensku leikmennirnir fyrir liðinu og voru stigahæstar. Sara Rún átti magnaðan leik og setti 29 stig, við það bætti hún 7 fráköstum, 2 stolnum boltum og 2 vörðum boltum. Margrét Rósa var einnig öflug og endaði með 9 stig og fimm fráköst. 

 

Þórir Guðmundur: 

 

Nebraska lék ekki leik í vikunni. 

 

Frank Aaron Booker

 

South Carolina háskólinn spilaði tvo leiki í vikunni töpuðust þeir báðir. Í þeim fyrri tapaði liðið 81-76 fyrir Missisipi State, þar var Frank Booker stigahæstur með 25 stig. Í seinni leik vikunnar tapaði skólinn fyrir Texas A&M og var Booker með 6 stig í þeim leik.