Í kvöld mætast Grindavík og ÍR í 1. deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Mustad-höllinni í Grindavík. Grindavík hefur 16 stig í 4. sæti deildarinnar og sömuleiðis ÍR sem er í 5. sæti svo það má gera ráð fyrir spennandi leik úti í Grindavík í kvöld.

Þá eru tveir leikir í unglingaflokki karla þegar Skallagrímur tekur á móti Þór Þorlákshöfn kl. 20:45 í Borgarnesi og Fjölnir fær svo ÍR í heimsókn kl. 21:00 í Rimaskóla.