Óvæntustu úrslit tímabilsins hingað til komu á Ísafirði þegar Gnúpverjar unnu verðskuldaðan sigur á Vestra. Gnúpverjar voru yfir allan leikinn og unnu að lokum sanngjarnan 92-101 sigur. 

 

Vestri varð fyrir miklu áfalli strax eftir 7 mínútna leik þegar Nemanja Knezevic meiddist illa í frákasta baráttunni. Leikmaður Gnúpverja féll á fót Nemanja sem var greinilega sárþjáður strax. Það mun koma í ljós á morgun þegar hnéð á Nemanja verður myndað hversu alvarleg meiðslin eru. Heimildir Karfan.is herma að útlit sé út fyrir að tímabilið sé búið hjá þessum frábæra leikmanni. 

 

Gabríel Sindri Möller og Leifur Steinn hafa komið með gríðarlega mikið inní liðið síðustu vikur en sá fyrrnefndi var gríðarlega mikilvægur í þessum sigri. Everage var að vanda stigahæstur hjá Gnúpverjum með 38 stig. 

 

Hjá Vestra var það Nebojsa Knezevic sem steig upp í fjarveru nafna síns og endaði með 40 stig. Liðið varð einfaldlega undir í allri baráttu leiksins. 

 

Gnúpverjar voru heldur betur mættir til leiks á Ísafirði í dag. Liðið hafði átt ansi skrautlega rútuferð til Ísafjarðar en það truflaði liðið ekkert. Liðið barðist fyrir allan peninginn og skildu allt eftir á nýja parketinu á Jakanum. 

 

Vestri missti Skallagrím fjórum stigum frá sér í toppbaráttu 1. deildarinnar með tapi í kvöld. Liðið situr enn í öðru til þriðja sæti deildarinnar með Breiðablik en nóg af leikjum er eftir. Gnúpverjar náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og halda áfram að koma á óvart. 

 

 

Vestri-Gnúpverjar 92-101 (27-33, 21-28, 30-20, 14-20)

Vestri: Nebojsa Knezevic 40/12 fráköst, Nökkvi Har?arson 14/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 13/8 fráköst, Adam Smari Olafsson 7/6 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 6/7 sto?sendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 4, Gunnlaugur Gunnlaugsson 4, Nemanja Knezevic 2, Helgi Snær Bergsteinsson 2, Hilmir Hallgrímsson 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Rúnar Ingi Gu?mundsson 0. 

Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 38/6 fráköst, Gabríel Sindri Möller 19/4 fráköst, Hraunar Karl Gu?mundsson 12/6 sto?sendingar, Leifur Steinn Arnason 11/4 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 11/4 fráköst, Atli Örn Gunnarsson 4/9 fráköst/7 sto?sendingar, Gar?ar Pálmi Bjarnason 2/4 fráköst, Tómas Steindórsson 2/4 fráköst, Bjarki Rúnar Kristinsson 2, Haukur Þór Sigur?sson 0, Hákon Már Bjarnason 0. 

 

Viðtöl eftir leik frá Jakinn TV: 

 

 

Leikinn má sjá í heild sinni hér að neðan: