Eins og Karfan.is greindi frá í gær hefur FIBA krafið Njarðvík um eina milljón og tvö hundruð þúsund krónur í uppeldisbætur til ítalska liðsins Stella Azzura fyrir Kristinn Pálsson. Þar sem að talið er að þó að leikmaðurinn sé að upplagi Njarðvíkingur, eigi ítalska liðið eitthvað skilið fyrir að hafa séð um hann í þau tvö ár sem hann spilaði (frá 16-18 ára) þar.

 

Eftir fregnir gærdagsins fordæmdi Lárus Ingi Magnússon, fyrrum dómari, þennan dóm FIBA og setti af stað söfnun þar sem hann hvatti fólk til þess að taka höndum saman og hjálpa félaginu að safna fyrir því að koma leikmanninum aftur á gólfið.

 

Samkvæmt heimildum virðist það vera að ganga hjá félaginu fá Kristinn lausan sinna mála og má gera ráð fyrir að hann verði löglegur á nýjan leik gegn Þór Akureyri, sem heimsækja Ljónagryfjuna annað kvöld í 17. umferð Dominos deildar karla.

 

Færsla Lárusar: