Einn leikur fer fram í 1. deild karla í kvöld þegar FSu tekur á móti Fjölni kl. 19:15 í Iðu á Selfossi. Um þessar mundir er FSu í áttunda og næstneðsta sæti 1. deildar og á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Fjölnir aftur á móti er í 6. sæti deildarinnar en liðin í sætum 2-5 fara í úrslitakeppnina.

Fjölnir hefur 16 stig í 6. sæti og er sex stigum á eftir Snæfell í 5. sæti með 22 stig. Snæfell hinsvegar hefur betur innbyrðis gegn Fjölni og liðin eiga ekki eftir að mætast svo möguleikar Fjölnis á úrslitakeppninni eru úr sögunni þetta tímabilið og að sama skapi er það ljóst að Skagamenn án stiga eru fallnir í 2. deild.

Staðan í 1. deild karla

Nr. Lið L U T S Stig/Fen +/- Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Skallagrímur 20 17 3 34 2017/1791 226 100.9/89.6 9/1 8/2 100.2/87.7 101.5/91.4 4/1 8/2 +4 +5 +2 3/0
2. Vestri 21 15 6 30 1884/1805 79 89.7/86.0 10/1 5/5 90.6/80.3 88.7/92.2 3/2 7/3 +1 -1 +1 4/1
3. Breiðablik 21 15 6 30 1952/1754 198 93.0/83.5 10/1 5/5 95.4/79.6 90.3/87.8 3/2 7/3 -1 +1 -1 3/3
4. Hamar 20 14 6 28 1888/1772 116 94.4/88.6 8/2 6/4 94.5/90.9 94.3/86.3 3/2 7/3 +1 +1 -1 6/1
5. Snæfell 20 11 9 22 1920/1866 54 96.0/93.3 7/3 4/6 102.0/94.0 90.0/92.6 2/3 4/6 +2 +1 +1 4/5
6. Fjölnir 21 8 13 16 1784/1795 -11 85.0/85.5 5/6 3/7 89.3/85.2 80.2/85.8 1/4 3/7 -4 -2 -3 3/6
7. Gnúpverjar 20 7 13 14 1764/1863 -99 88.2/93.2 3/6 4/7 89.0/92.7 87.5/93.5 2/3 5/5 -1 +1 -1 2/2
8. FSu 21 5 16 10 1848/1918 -70 88.0/91.3 3/8 2/8 89.9/88.0 85.9/95.0 3/2 4/6 +2 +2 +1 1/6
9. ÍA 20 0 20 0 1484/1977 -493 74.2/98.9 0/9 0/11 72.9/97.3 75.3/100.1 0/5 0/10 -20 -9 -11 0/2

Mynd/ Bára Dröfn – Rafn Kristján í leik með Fjölni gegn Vestra á dögunum.