FSu eru í næst neðsta sæti deildarinnar og hafa í allan vetur verið langt undir væntingum fyrir tímabilið. Liðin höfðu leikið tvo leiki fyrir leikinn í dag og hafa Snæfellsstrákarnir sigrað báða. Geir Elías Helgason var aftur kominn í leikmannahóp Snæfells.

 

Tíu þriggja stiga körfur litu dagsins ljós á fyrstu 6 mínútunum og leikmenn fengu pláss til að skjóta boltanum FSu voru skrefinu á undan áður en Snæfell náðu að jafna 27-27 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta byrjuðu Snæfell með 5-2 og komust yfir 32-29 en frábær hittnir og óáreytt skot FSu mann tryggði þeim 48-52 forystu í hálfleik. 

 

Í þriðja leikhluta breyttu FSu menn stöðunni úr 54-55 í 57-66 með frábærri hitni Florijan og Ara, en varnarleikur hólmara var kraftlaus og vinalegur.  FSu leiddu 65-76. Bæði lið voru ósátt við dómara leiksins en þjálfari FSu fékk tæknivíti eftir mótmæli.  Í upphafi fjórða leikhluta hófu Snæfell að pressa, en í þrígang náðu gestirnir 13 stiga forystu 80-93 áður en frábær kafli heimamanna tók við.  Þeir tóku öll völd á vellinum  og komust yfir að Viktor Marínó skoraði 7 stig í röð og staðan 100-99.  26 sekúndur voru eftir.  Florijan fær galopið skot á endalínunni en klikkaði, Antoeine Lamb náði sóknarfrákastinu sjálfur og kom FSu yfir 100-101 þegar að 12 sekúndur voru eftir.  Snæfell settu upp og fengu fínan möguleika en sending Viktors var slegin útaf og 3 sekúndur eftir á klukkunni.  Chris fékk svo boltann úr innkastinu en skot hans geigaði og FSu menn fögnuðu vel.

 

Gríðarleg hittni var hjá báðum liðum en FSu nelgdu niður 19 þriggja stiga körfum í 28 tilraunum sem er 68% nýting á meðan að Snæfell settu 15 af 43 sem er 35%. Þriðji sigur FSu staðreynd og fimmti tapleikur Hólmara sem hafa nú tapað fjórum af fimm á loka andatökunum.  Framundan hjá Snæfell er stórleikur gegn Fjölni sem hafa sótt í sig veðrið en FSu Vestramönnum  á Selfossi í næstu umferð.

 

Stigaskor Snæfells:  Viktor Marínó Alexandersson, Christian David Covile og Þorbergur Helgi Sæþórsson 19 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 15, Nökkvi Már Nökkvason og Geir Elías Úlfur Helgason 10, Eiríkur Már Sævarsson og Rúnar Þór Ragnarsson 4, Aron Ingi Hinriksson 0, Andri Þór Hinriksson, Jakob Breki Ingason, Dawid Einar Karlsson.

 

Stigaskor FSu: Antowine Lamb 30 stig, Ari Gylfason 25, Hlynur Hreinsson 17, Florijan Jovanov 15, Bjarni Bjarnason 5, Svavar Ingi Stefánsson 4, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 3, Maciek Klimaszewski 2, Haukur Hreinsson 0, Páll Ingason 0.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Myndir / Sumarliði Ásgeirsson