Ísland mætir Finnlandi kl. 19:45 í Laugardalshöllinni í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. Síðast áttust þessi lið á lokamóti EuroBasket í september í fyrra þar sem að, þá heimamenn, Finnland hafði sigur eftir spennandi leik.

 

Hér fyrir ofan má hinsvegar sjá leikskrá sem fannst við tiltekt á skrifstofu Körfuknattleikssambandsins frá árinu 2006, en þá mættust liðin í B deild Evrópukeppninnar.

 

Þó 12 ár séu liðin frá því að þessi leikur var spilaður, voru heilir fjórir leikmenn þar sem spila munu með liðinu í kvöld. Þeir Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson og Logi Gunnarsson.

 

Í finnska liðinu voru einnig tveir leikmenn sem spila ennþá með liðinu. Shawn Huff mun leika með liðinu og þá mun Henrik Dettmann stýra því. Væri Petteri Koponen ekki upptekinn með félagsliði sínu, Barcelona, myndi hann líklegast líka spila með þeim, en hann var 18 ára árið 2006 og þá að stíga sín fyrstu skref með A landsliði Finnlands.