Tryggvi Snær Hlinason verður ekki í Íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga gegn Finnlandi í kvöld. Flugi hans til Íslands var seinkað vegna veðurs og var hann því ekki kominn í tæka tíð fyrir leik. Þetta staðfestu forsvarsmenn KKÍ við Karfan.is rétt í þessu.

 

Tryggvi Snær átti að lenda á Íslandi kl 16:00 í dag og mæta þaðan beint í Laugardalshöllina í leikinn gegn Finnlandi. Flugi hans seinkaði hinsvegar, hann er fastur í Svíþjóð og því ljóst að hann verður ekki með liðinu gegn Finnlandi. 

 

Það verða því eingöngu 11 leikmenn á skýrslu hjá Íslandi í kvöld. Ástæðan fyrr því er að skila þurfti inn lokahóp á tæknifundi í gærkvöldi og ekki hægt að bæta við leikmanni eftir það. 

 

Leikurinn hefst kl 19:45 í Laugardalshöllinni og er í beinni útsendingu á RÚV.