Stjarnan í Garðabæ hefur samið við Darrell Combs um að leika með félaginu til loka tímabils í Dominos deild karla.  Combs leysir Sherrod Nigel Wright af hólmi sem hefur leikið sinn síðasta leik í Garðabænum og heldur heim á leið.

 

 

 

Samkvæmt Hrafni Kristjánssyni er með þessu leitast við að bæta við ógn í sóknarleik liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna og létta enn frekar á leik liðsins fyrir lokasprettinn.

 

Darrell lék með háskólaliði IUPUI þar sem hann skilaði 16.8 stigum, 2.5 fráköstum og 2.9 stoðsendingum að meðaltali.  Í sumar bauðst honum try-out hjá liði Washington Wizard áður en leiðin lá til Ítalíu þar sem hann lék í næst efstu deild til skamms tíma.  Þaðan lá leiðin til liðs Sakarya sem situr í þriðja sæti efstu deildar í Tyrklandi þar sem hann var til skoðunar í heilar fjórar vikur áður áður en liðið ákvað að slá ekki til.

 

Búist er við að Combs klæðist búningi Stjörnunnar í fyrsta skipti næsta fimmtudag en þá mætir liðið Völsurum í Ásgarði.

 

Meðfylgjandi er stutt myndskeið af Combs í leik með IUPUI síðasta vetur: