Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fjórfaldra meistara KR hefur lagt landsliðsskó sína á hilluna. Þetta staðfesti hann í samtali við Rúv í dag. Sjá frétt RÚV um málið.

Af vef RÚV:

Brynjar, sem er 29 ára, segir ástæðuna einfaldlega vera þá að hann vilji nú víkja fyrir yngri leikmönnum en hlutverk Brynjars með landsliðinu hefur farið minnkandi í undanförnum verkefnum. 

Brynjar, sem leikur með KR í úrvalsdeildinni, lék sinn fyrsta landsleik árið 2007 og hefur hann leikið 68 leiki fyrir Íslands hönd. Hann segir að nú sé kominn tími á að yngri leikmenn stígi upp en Logi Gunnarsson hefur einnig staðfest að leikirnir gegn Finnlandi og Tékklandi verði hans síðustu landsleikir.