Jakob Örn Sigurðarson gerði 6 stig og gaf 5 stoðsendingar í gær þegar Boars Basket tapaði 90-74 á útivelli gegn Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni.

Ósigurinn í gær var sjá sjöundi í röðinni á útivelli hjá Boras sem virðast ekki finna taktinn að heiman. Næsti leikur Boras í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Uppsala á heimavelli á föstudag.