Berglind Gunnarsdóttir leikmaður Íslenska landsliðsins verður í eldlínunni gegn Svartfjallalandi þegar liðin mætast í undankeppni Eurobasket 2019 í kvöld. 

 

Karfan.is tók púlsinn á Berglindi fyrir leik kvöldsins. Þar sem hún sagði liðið vel stemmt fyrir þennan leik en íslenska liðið er enn í leit af sínum fyrsta sigri í þessari undankeppni. 

 

Hvernig lýst þér á leik dagsins gegn Svartfjallalandi?

 

Við þekkjum andstæðinginn ágætlega þar sem við spiluðum við þær í nóvember. Þetta verður hörð barátta a móti sterku liði. 

 

Hvað þarf liðið að gera til að eiga möguleika í þessum leik?

 

Fyrst og fremst þurfum við að spila góða vörn og halda þeim í lágu stigaskori. Einnig þurfum við að hitta a góðan leik hja okkar lykilmönnum og spila af krafti í 40 min, ekki bara 20.

 

Getur liðið tekið eitthvað úr fyrri leiknum inní þennan leik?

 

Þó að þessar stelpur seu flestar stærri og yfirleitt sterkari en við þá komumst við mjög langt á baráttu og stolti, sem við ætlum að nyta okkur i kvöld. 

 

Hvernig er stemmningin í liðinu fyrir leikinn?

 

Ferðalagið hefur verið langt en gengið mjög vel. Það er góð stemmning í hópnum og við erum allar spenntar fyrir leiknum í kvöld.

 

Leikurinn hefst kl 18:00 í Svartfjallalandi. Berglind var í byrjunarliði Íslands gegn Bosníu um helgina og því líklega að hún verði áfram í stóru hlutverki í kvöld.