Dominos deildar lið Þórs í Þorlákshöfn greindi frá því nú fyrir stuttu að þjálfaraskipti yrðu hjá liðinu í sumar. Einar Árni Jóhannsson hefur þjálfað liðið síðustu þrjú tímabil, en mun ekki halda áfram með liðið á því næsta. Verður það heimamaðurinn, aðstoðarþjálfari liðsins, Baldur Þór Ragnarsson sem að mun taka við liðinu.

 

Mun þetta vera fyrsta aðalþjálfarastarf Baldurs, en hann hefur þó mikla reynslu frá því að hafa verið aðstoðarþjálfari U20 og U16 liða Íslands ásamt því að hafa starfað sem styrktarþjálfari hjá A landsliðinu.