Ísland mætir Tékklandi í undankeppni HM 2019 í dag. Leikurinn er sá fjórði í riðlakeppninni en Ísland vann síðasta leik sinn gegn Finnlandi síðasta föstudagskvöld. 

 

KKÍ tilkynnti í gær 12 manna leikmannahóp fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hópurinn er óbreyttur frá leiknum gegn Finnlandi en Tryggvi Snær Hlinason er kominn til landsins og verður með. 

 

Fyrri leiknum tapaði Ísland nokkuð örugglega út í Tékklandi í nóvember, en Karfan spjallaði við aðstoðarþjálfara liðsins Arnar Guðjónsson nú fyrir þennan seinni leik.

 

Sagði hann að til þess að ná í sigur í dag væri mikilvægt að liðið spilaði sterkan varnarleik og næði að standa í tékkneska liðinu í fráköstum. Þá sagði hann einnig mikilvægt að, líkt og oft áður, liðið næði að klára sem flestar sóknir sínar með skoti.

 

Þrátt fyrir 20 stiga tap fyrir þessu, nánast sama, liði úti í Tékklandi sagði hann liðið þó taka með sér eitthvað jákvætt úr þeim leik inn í þennan. Sagði hann:

"Það voru nokkrir hlutir jákvæðir. Ákveðin action sem þeir áttu í vandræðum með, sem gáfu okkur góð tækifæri. Við þurfum að setja þá aftur í þessari aðstæður"

 

Leikurinn í dag sá annar á þremur dögum sem að liðið er að spila og segir Arnar ástandið á liðinu vera eins og það er, þar sé slatti af gömlum líkömum sem hafa stór hjörtu.

 

Hérna er meira um leikinn í dag