Þjálfari Dominos deildar liðs Vals, Ágúst Björgvinsson, fór um helgina vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem að hann var viðstaddur Stjörnuleikshelgi NBA deildarinnar.

 

Ásamt því að vera viðstaddur leikinn hitti Ágúst nokkra af bestu körfuknattleiksmönnum allra tíma, þá Kareem Abdul Jabbar, David Robinson, George Gervin, Dikembe Mutombo og fleiri, en með honum í för var fyrsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, Pétur Guðmundsson. Karfan heyrði í Ágústi og spurði hann út í ferðina.

 

 

 

Hvað varst þú að gera í Los Angeles?

"Við Pétur Guðmundsson erum búnir að vera tala töluvert lengi um að fara á stjörnuhelgina en það hefur verið erfitt þar sem tímabilið heima er á fullu á sama tíma, en í ár var hægt að nýta sér landsleikjahlé í deildinn. Pétur bauð okkur Magnús Matthíassyni og Flosa Sigurðssyni með sér, við erum allir miklir Valsarar og Maggi og Flosi spiluðu með Pétri"

 

 

Hverskonar upplifun er Stjörnuhelgin?

"Upplifunin af stjörnuhelginni var frábær. Það er svo mikið um að vera í kringum þetta allt og í raun ekki hægt að taka þátt í öllu því það er úr svo miklu að velja"

 

 

Hvernig kom það til að þú varst í kringum Jabbar, Gervin, Robinson og fleiri?

"Pétur er í samtökum leikmanna sem hafa spilað í deildinni “legends” og er alltaf mikið program fyrir þá í kringum stjörnuhelgina. Er eins og einhverskonar “reunion”. Í kringum þetta er mikið að vera af hittingum alla þrjá dagana. Föstudagskvöld var móttaka, á laugardegi var einkasamkvæmi og svo á sunnudeginum brunch þar sem við hittum allar helstu stjörnurnar"

 

 

Höfðu þeir eitthvað skemmtilegt að segja?

"Lang flestir af leikmönnum voru virkilega almennilegir, það var mjög mikið áreiti í stærstu stjörnurnar og var passað uppá menn einsog Bill Russel sem eru orðnir fullorðnir. David Robinson og Dikembe voru sérstaklega almennilegir og slógu á létta strengi"

 

George Gervin:

 

Dikembe Mutombo:

 

David Robinson:

 

Valsarar:?