Dominos deildar lið KR hefur ákveðið að framlengja ekki samning sínum við bandaríska bakvörðinn Zac Carter. Carter kom til liðsins frá Skallagrími fyrir áramótin til þess að fylla stöðu Arnórs Hermannssonar sem var frá vegna meiðsla. Í 8 leikjum með félaginu skilaði hann 4 stigum, 1 frákasti og 1 stoðsendingu að meðaltali í leik.