Þór og ÍR mættust öðru sinni á tveimur dögum í dag í 1. deild kvenna í körfubolta. Þór vann fyrri leikinn sem fram fór í gærkvöld með 9 stigum 56-47 þar sem gestirnir leiddu framan af leik en Þór tók leikinn á loka sprettinum.

 

Sama var uppi á tengingunum í dag þ.e. gestirnir leiddu framan af leik en Þór tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og landaði 10 stiga sigri 58-48.

 

Með sigrinum í dag er Þór í 3. sæti deildarinnar með 20 stig tveimur stigum á eftir Fjölni, en KR er lang efst með 30 stig.

 

Síðuskóli 27. Janúar klukkan 13:00

 

Byrjunarlið Þórs: Helga Rut, Unnur Lára, Magdalena, Erna Rún og Heiða Hlín

Byrjunarlið ÍR: Hanna, Hrafnhildur, Nína Jenný, Sigríður og Birna

 

1. leikhluti

2-0 / 2-4 / 4-4 /  6-6 / 6-8 / 8-8 / 8-10 / 10-10 / 12-12

 

Þór skorar fyrstu stig leiksins, Unnur Lára. ÍR skorar næstu tvær körfur 8:01,  2-4. ÍR var hænufeti framar en Þór og hafði 2 stiga forskot 6-8 þegar skammt var eftir að leikhlutanum Þór jafnar 8-8. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leikhlutans og að honum loknum var staðan jöfn 12-12.

 

2. leikhluti

12-12 / 12-14 / 14-14 / 14-17 / 14-17 / 17-17 / 20 – 17 / 22-17 / 25 – 17 / 25 – 19 / 28 -19 / 28-22 / 28-24 / 30-24 / 30-26

 

ÍR skorar fyrstu stigin í öðrum leikhluta 12-14 og Þór jafnar skömmu síðar og Kristín rós svarar fyrir ÍR með þrist og nær þriggja stiga forskoti 14-17. Hrefna gerir slíkt hið sama og setur niður tvo þrista og Þór komið yfir 20-17. Tvö stig frá Magdalenu og Þór komið með fimm stiga forskot 22-17 þegar klukkan sýnir 6:16.

 

ÍR tekur leik sýnir klukkan 4:20. Heiða Hlín setur niður þrist og kemur Þór 8 stigum yfir 25-17. Heiða Hlín setur niður annan þrist og Snædís Birna svarar með þristi fyrir ÍR og þegar 2:18 eru á klukkunni leiðir Þór með sex stigum 28-22. Þór vann svo leikhlutann 18-14 og leiddi með 4 stigum í hálfleik 30-26.

 

Í fyrri hálfleik var Hrefna með 8 stig og þær Unnur Lára og Heiða Hlín með 6

Hjá ÍR voru Nína Jenný og Hanna með 6 stig hvor og Kristín Rós 5.

 

3. leikhluti

30-26 /  30-28 / 31-28 / 33-30 / 33-32 / 33-34 / 35-34 / 37-34 / 37-37 / 39-37 / 42-37 / 44-37 /

 

ÍR hóf seinni hálfleikinn með körfu og minnkaði muninn í tvö stig 30–28. Gestirnir ekki að leggja árar í bát þótt liðið lenti 9 stigum undir í öðrum leikhluta. Mikil barátta og mikið af mistökum og slök hittni beggja liða. Þegar klukkan sýnir 4:41 tekur Helgi Rúnar leikhlé og munurinn komin niður í eitt stig 33-32.  Eftir leikhlé skora gestirnir og komast stigi yfir 33-34. Þór svarar með tveimur körfum 37-34 og ÍR kemur með þrist á móti og jafnar leikinn 37-37 og tæpar tvær mínútur eftir af leikhlutanum.

 

Helga Rut kemur með tvö stig af vítalínunni 39-37 og Unnur Lára bætir í með þristi 42-37 þegar mínúta er eftir að þriðja leikhluta. Hrefna kom svo með síðustu stig leikhlutans og staðan 44-37 þegar fjórði leikhlutinn hófst.

 

4. leikhluti

44-37 / 44-38 / 47-38 / 48-38 / 50-38 / 58-38 / 52-40 / 53-40 / 53-42 / 55-45 / 57-45 / 58-45 / 58-48.

 

ÍR ingar skoruðu fyrstu körfuna í fjórða leikhluta af vítalínunni 44-38 en Sædís svarar með þriggja stiga körfu fyrir Þór sem nú leiðir með 9 stigum 47-38. Í stöðunni 48-38 tekur ÍR leikhlé og freistar þess að stöðva Þór og minnka muninn. En Magdalena bætir í forskotið fyrir Þór með körfu þegar 5:14 er eftir að leikhlutanum og munurinn orðin 12 stig 50-38. Þegar leikhlutinn er hálfnaður hefur Þór gert 6 stig gegn einu gestanna og róðurinn fyrir þá þyngist.

 

Þórsstúlkur höfðu góð tök á leiknum á loka sprettinum og unnu leikhlutann 14-11 og 10 stiga sigur staðreynd 58-48.

 

Eftir sigurinn er Þór í 3. sæti deildarinnar með 20 stig tveimur stigum á eftir Fjölni en KR er lang efst með 30 stig.

 

Tölfræði leiks 

Staðan í deildinni

 

Stig Þórs: Hrefna Ottósdóttir 13 stig og 4 fráköst, Unnur Lára 13 stig 9 fráköst og 6 stoðsendingar, Helga Rut 9 stig 15 fráköst og 6 stoðsendingar, Magdalena 8 stig, Heiða Hlín 6 stig, Sædís 5 og þær Gréta Rún og Særós Gunnlaugs 2 stig hvor. Þá spiluðu þær Erna Rún og Kristín Halla þótt ekki næðu þær að skora þá tók Erna Rún 6 fráköst og var með 2 stoðsendingar.

 

Stig ÍR: Hanna Þráins 10 stig og 8 fráköst, Nína Jenný 10 stig og 13 fráköst, Birna 8 stig, Kristín Rós 5, Sigurbjörg Rós 4 og þær Snædís, Bryndís og Hlín með 3 stig hver og Sigríður Anotns með 2 stig.

 

Umfjöllun / Páll Jóhannesson