Nú fyrir helgina frumfluttu Grindvíkingar nýtt stuðningsmannalag sem ber nafnið Vígið. Utan um upptökur sá höfundur lagsins Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Ásamt honum komu að upptökunni Vignir Snær Vigfússon, Tommi Gunn, Ellert Jóhannsson, Ingólfur Sigurðsson, Jakob Smári Mgnússon, Þórir Úlfarsson og Addi 800. Myndbandið gerði Egill Birgisson.

 

 

 

 

Texti:

Vígið

Leikdagur er fagur runninn upp
Flöggum flaggað, spennan magnast, ei fer burt
Fagurgul við hópumst stúkun´ í
Strengir stilltir, raddbönd þanin, áfram Grindavík

Inn á völlinn gulur mætir her
Með blik í auga, blóð á tönnum, beittur er
Skjálfti á beinum, smár á taugum fer
Mótherjinn er vonlítill og enga glufu sér

Heimavöllinn verjum hér er sigurkrafan rík
Gul og glöð við görgum, öskrum ÁFRAM GRINDAVÍK
Sameinuð við verjumst, berjumst, sigrum þennan leik
Andstæðinginn hræðumst ekki erum hvergi smeyk

Við ávalt munum stefna toppinn á
Þar við eigum heima, ýtum öðrum frá
Titilinn við bjóðum velkominn
Í gulri paradís er heimavöllurinn

Heimavöllinn verjum hér er sigurkrafan rík……..