Í nýjustu útgáfu af Podcasti Karfan.is er farið yfir Dominos deildirnar og komandi bikarhelgi. Gestur þáttarins ekki af verri endanum, Árni Eggert Harðarson, aðstoðarþjálfari ÍR.

 

Fyrst er rætt við Árna um körfuboltann í Breiðholtinu áður en farið er yfir spurningakönnun sem lögð var fyrir hlustendur. Þá er einnig spáð í því hvaða lið eigi raunhæfa möguleik á að verða bæði Íslands og bikarmeistarar.

 

Fylgið Podcasti Karfan.is á iTunes hér

 

Gestur: Árni Eggert Harðarson

Umsjón: Ólafur Þór og Davíð Eldur

 

Dagskrá:

01:00 – Körfuboltinn í Breiðholtinu

17:30 – Spurningakönnun

41:30 – Bikarhelgin

55:00 – Hverjir verða Íslandsmeistarar?

67:10 – Hverjir verða bikarmeistarar?

74:15 – Atvikin í lok leiks Tindastóls og ÍR