Valur Orri Valsson og félagar í Florida Tech bundu í gærkvöldi enda á sigurgöngu Elvars Más Friðrikssonar í Sunshine State riðlinum í 2. deild bandaríska háskólaboltans. Fyrir leik hefðu flestir búist við sigri Barry sem hafði ekki tapað leik í riðlinum en Florida Tech aðeins unnið einn!

Valur Orri gerði 6 stig í liði Florida Tech, tók 2 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum en Elvar Már Friðriksson var með 24 stig, 9 stoðsendingar og 5 fráköst í liði Barry en það dugði ekki til og Florida Tech vann sinn annan sigur í riðlinum.