Fyrir leik

Hér í kvöld mættust lið Vals og Hattar frá Egilsstöðum í botnbaráttuslag í Dominos deild karla. Fyrir leik voru Valsarar í 10.sæti með 8 stig en Hattarmenn vermdu botn deildarinnar með 0 stig.

 

 

Gangur leiks

Leikurinn fór jafnt af stað og mjög skemmtilegur til að byrja með en bæði lið héldust í hendur og voru að spila hörkuvel. Bil fór að myndast á milli liðanna í 2.leikhluta en Valsarar unnu hann með 10 stigum og leiddu því í hálfleik 49-43. Hattarmenn komu tvíefldir til leiks í 3.leikhluta og voru að vinna leikhlutann með 10 stigum en Valsarar komu sér í leikinn aftur og fóru Valsarar með 1 stigs forystu inn í 4.leikhluta. Ljóst var að stefndi í hörku síðasta leikhlutann.

 

Lykillinn

Austin Bracey og Urald King voru stórkostlegir hérna í kvöld og röðuðu niður stigum, erfitt fyrir öll lið í deildinni að mæta þessum gæjum í svona stuði. Þeir skoruðu samanlagt 71 stig Urald með 40 stig og Austin með 31.

 

Kjarninn

Valsliðið spilaði vel hér í kvöld en Hattarmenn spiluðu einnig frábæran körfubolta og fara drullu fúlir heim til Egilsstaða því þeir áttu skilið meira en 0 stig út úr þessum leik.  

 

Samantektin

Hörkuleik lokið hérna í Valsheimilinu þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin en Valsarar reyndust sterkari hérna í lokin. 

 

Tölfræði leiks

Myndasafn 

 

Umfjöllun, viðtöl / Axel Örn

Myndir / Torfi Magnússon

 

Viðtöl: