Keflavík sigraði Njarðvík með 74 stigum gegn 63 í úrslitum Maltbikarkeppninnar. Leikurinn var sá 23. sem þær leika í úrslitum keppninnar og er þetta í 15 skipti sem þær vinna titilinn, en fyrsti úrslitaleikur þeirra var árið 1987. 

 

Keflavík náði forystunni strax með fyrstu körfunni og má segja að liðið hafi aldrei litið til baka eftir það. Munurinn varð þó ekki meiri en átta stig í fyrri hálfleik en Njarðvík var alltaf rétt á eftir Keflavík. Eftir flottan endi Njarðvíkur á fyrri hálfleik var staðan jöfn 35-35 í hálfleik. 

 

Keflavík gaf aftur tóninn strax í upphafi með því að ná fimm stiga forystu sem Njarðvík virtist ekki geta étið almennilega upp. Risakörfur frá Emblu Kristínardóttur og Brittanny Dinkins í fjórða leikhluta gerðu svo útaf við leikinn. Lokastaðan 74-63 í þessum stórfína leik og Keflavík lyfti bikarnum annað árið í röð. 

 

Eins og venjulega voru netverjar virkir yfir leiknum og eftir hann. Hér að neðan má sjá bestu tístin eftir leik: