Bikarmeistarar Tindastóls hafa samið við Chris Davenport um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos deild karla. Frá þessu greinir Feykir.is nú um miðjan dag. 

 

Davenport tekur við af Brandon Garrett sem leikur hefur með liðinu síðustu mánuði. Fyrir er hinn magnaði Anthonio Hester í herbúðum Tindastóls. Liðið mun því stilla upp tveimur erlendum leikmönnum áfram en Garrett kom til liðsins er Hester meiddist. 

 

Davenport er 23 ára framherji sem kemur frá Norður Florída háskólanum í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist þar síðasta sumar en á síðasta ári hans var hann með 10,9 stig, 6,6 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

 

Samkvæmt Stefáni Jónssyni formanni Tindastóls er von á leikheimild fyirr Davenport á næstu dögum og vonast til að hann verði með í næsta leik gegn Haukum eftir viku.