Fyrir stundu lauk seinni leik undanúrslita Maltbikarkeppni karla árið 2018. Tindastóll er komið í úrslitaleikinn í annað sinn í sögunni.
Mótherjarnir í úrslitaleiknum verða KR sem unnið hafa bikarinn síðustu tvö ár. Tindastóll vann góðan sigur á Haukum í undanúrslitaleiknum.
Leikurinn var ansi jafn allan tímann en Tindastóll var alltaf í bílstjórasætinu. Svo fór að Tindastóll vann að lokum 75-85 sigur á Haukum of verða í úrslitaleiknum.
Nánari umfjöllun og viðtöl úr leiknum eru væntanleg á Karfan.is í kvöld.