KR

 

 

Íslands-og bikarmeistarar KR getur komist í sinn 22. bikarúrslitaleik í sögunni er liðið mætir Breiðablik í undanúrslitum Maltbikarsins. Annað árið í röð fær KR 1. deildar lið í undanúrslitum en á síðasta ári voru andstæðingarnir Valur sem gaf KR ekkert í þeim leik. 

 

Þetta er fjórða árið í röð sem KR er í undanúrslitum bikarkeppninnar en liðið hefur unnið bikarinn síðustu tvö ár, í bæði skiptin eftir úrslitaleik gegn Þór Þ. Liðið er enn eitt það allra sterkasta á landinu og situr á toppi Dominos deildarinnar ásamt tveimur öðrum liðum þessa dagana. 

 

KR verður að vera klárt í þennan leik. Því eins og Brynjar Þór segir í viðtalinu hér að neðan er þetta  „KR gegn Íslandi“. Bikarmeistararnir er liðið sem allir vilja vinna og það er ljóst að öll lið mæta 100% tilbúin gegn KR. Möguleikar KR eru miklir en augnabliks vanmat eða einbeitingarleysi gæti reynst dýrt í bikarkeppninni. 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Breiðablik miðvikudaginn 10. janúar kl. 17:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: KR 96-72 Breiðablik – 4. mars 2010

Viðureign í 8 liða úrslitum: 87-68 sigur á Njarðvík

Viðureign í 16 liða úrslitum: 115-78 sigur á Vestra

Viðureign í 32 liða úrslitum: 135-34 sigur á Kormáki

Fjöldi bikarmeistaratitla: 12

Síðasti bikarmeistaratitill:2017

 

 

Fylgist með: Kristófer Acox

 

Kristófer þekkja allir og það vita allir hvað hann getur. Leikmaðurinn er hinsvegar í algjöru fantaformi þessa dagana og hefur verið svo gott sem óstöðvandi í leikjunum eftir jól. Auk þess að skila flottir tölfræði þá eru það litlu hlutirnir sem hann gerir svo vel. Hindranirnar, vörnin og KR hjarta Kristófers mun vega þungt í þessari úrslitahelgi bikarkeppninnar. Svo má ekki gleyma að Kristófer hefur aldrei orðið bikarmeistari með meistaraflokki KR og er því gríðarlega hungraður i þennan titil. 

 

Viðtöl: