Þór 67 – ÍR 56 

 

Föstudagur 26. janúar klukkan 19:30 í Síðuskóla.

 

Leikurinn byrjaði vel fyrir heimastelpur sem settu fyrstu körfuna en ÍR- ingar komu Þórsurum í opna skjöldu með pressuvörn fyrstu mínúturnar sem varð þess valdandi að hver misheppnaða “panik” sendingin á fætur annarri kom en þess utan áttu Þórsarar ítrekaðar þriggja stiga skottilraunir, ekkert þeirra rataði rétta leið.  Liðin skiptust á að skora og var járn í járn.  Þórsarar voru þó ívið frekari upp við báðar körfurnar og tóku bæði varnar og sóknarfráköst.  Eftir að Erna kom inn á þá flaut sóknarleikur heimastúlkna betur og fóru þær léttar í gegnum pressuvörnina.  ÍR-ingar skiptu því um vörn þegar leið á og leikurinn jafnaðiist og róaðist.  Sóknarfráköst Þórsara þýddu því miður ekki fleiri stig heldur oftar en ekki fleiri misheppnaðar sendingar eða skot.  ÍR-ingar máttu teljast heppnar að vera einungis 2 stigum undir eftir leikhlutann. 

 

Annar leikhluti 

 

Vörn heimamanna batnaði í öðrum leikhluta og sóknin réði nú betur við vörn gestanna.  Skotin héldu samt áfram að geiga og hélst því leikurinn í járnum.  ÍR ingar voru grimmari að hitta sínum skotum en þær komust í mun færri færi í upphafi annars leikhluta.  Þórsarar hirtu sóknarfráköst en nutu ekki góðs af því vegna þess að karfan virtist lokuð.  Eftir fyrsta leikhluta var Þór með 2ja stiga forystu 13 11

 

Annar leikhluti byrjaði illa fyrir Þór en vel fyrir gestina sem skoruðu fyrstu 6 stigin.  Þór komst svo yfir og leiddi 21 19 eftir 5 mínútna leik í öðrum leikhluta.  Þá tóku ÍR ingar aftur til við pressuvörnina sem hafði gefist vel í fyrsta leikhlutanum og hirtu boltann af Þór eða komu þeim í erfið skotfæri eða sendingar sem enduðu utan vallar.   Staðan breyttist fljótt á þessum mínútum og var orðin 21 – 28 eða 9 stig í röð frá Í.R.ingum.  Gestrisnin í algleymi.  Þórsarar bitu í skjaldarrendur mest fyrir tilstilli Grétu sem barðist í vörn og sókn og reyndi að halda boltanum fljótandi.  Þór setti næstu 6 stig og minnkaði muninn í eitt stig fyrir lok annars leikhluta. 

 

Staðan í hálfleik var því 27 – 28 fyrir Í.R.

 

Þórsarar hafa farið sérlega illa með 3ja stiga skotin sín en einungis 1 af 15 eða 6,7% nýting fyrir utan þriggja stiga línuna hefur verið dýrt.  ÍR-ingar hafa hins vegar keyrt meira upp að körfunni og nýtt skotin mun betur þar sem þær hafa ekki náð jafn mörgum sóknarfráköstum og heimastúlkur.  Bæði lið geta eflaust gert betur og nú er bara spurning hvort liðið hrekkur fyrr í gírinn fyrir seinni hálfleik.

 

Þriðji leikhluti….

 

Pressuvörn gestann heldur áfram og setur þór í erfiðar sendingar þær hafa greinilega ekki fundið lausn í hálfleik.  Mikil panik.  ÍR berst meira og hirðir sóknarfráköst sem var ekki í boði í fyrri hálfleik.  Meiri ró færðist yfir þegar nr 14 (Kristín Halla) kom inn á og fóru norðankonur að hirða varnarfráköstin á ný og settu sex stig í röð og jöfnuðu leikinn í 35 – 35.  Leikhlutinn endaði í 35 – 37. Einungis 17 stig samtals í leikhlutanum.  

 

Fjórði leikhluti

 

ÍR- byrjar betur, stelur boltanum og vinnur í kjölfarið sóknarfrákast og fær víti 2 sóknarfráköst til viðbótar gerðu gestunum úr Breiðholtinu léttara fyrir á þessum upphafsmínútum lokaleikhlutans.  Mikil barátta.  EFtir þessi þrjú sóknarfráköst Breiðhyltinga óx Akureyringum ásmegin og bættu í og jöfnuðu leikinn í 40 – 40.  Allt á suðupunkti og mikið óðagot hjá báðum liðum. Tæknifeilar á báða bóga þegar seinasti fjórðungur var hálfnaður. Nú er bara spurningin hvoru liðinu tekst betur að stjórna taugafrumunum og halda haus.  ÍR tapa boltanum nú ítrekað og ná heimastúlkur að bæta i og setja stóran þrist niður þegar þrjár mínútur eru eftir. 45 – 40  Nú settu ÍR-ingar örvæntingu í sinn leik sem boðar aldrei gott og Þórsarar hlupu þær af sér hvað eftir annað og settu auðveldar körfur og gerðu út um leikinn.  

 

Það má eiginlega segja að það sem var að fara með heimamenn í fyrri hálfleik, afleit þriggja stiga nýting hafi orðið þeim að happi í hinum síðari þegar þær settu niður fjórar 3ja stiga körfur.  Tvær til að koma sér inn í leikinn og tvær til að slíta sig frá gestunum.

 

Það er erfitt að taka einhvern leikmann út og hrósa henni sérstaklega, hittnin var lengst af frekar slök og sendingar rötuðu ekki á réttan stað.  Baráttan var oftast góð samt sem áður undir körfunum þó svo að þar hafi slaknað á í upphafi fjórða leikhluta.  Þær tóku sig samt saman í andlitinu og náðu aftur upp baráttunni.  Gréta barðist vel sem og Erna þegar hún var inn á og þá gekk sóknarleikurinn betur.  Aðrar voru fínar úti á velli þar til kom að skotunum sem hefðu mátt detta oftar.  Eins þurfa heimastú?kur að finna lausn á pressuvörn Í.R. inga þar sem þær flýttu sér um of í stað þess að róa leikinn og velja réttar sendingar og skot.

 

Þetta voru samt sem áður kærkomin 2 stig í hús hjá Þórsurum en þessi lið munu mætast aftur í Síðuskóla á morgun laugardag klukkan 13 og það er nánast hægt að lofa skemmtilegum leik því bæði lið eiga töluvert inni og verður því barist á dúknum í Síðuskóla.  

 

Liðin mætast svo öðru sinn á morgun, laugardag og hefst leikurinn klukkan 13:00

 

Gangur leiksins

3 – 0  ,  3 – 6, 5 – 6,  5 – 9, 8 – 9, 8 – 11, 9 – 11,  13 – 11, 

13 -17, 15 – 17, 15 – 19, 17 – 19, 21 – 19,  21 – 28, 27 – 28,///

27 – 29, 29 – 29, 29 – 35, 35 – 35, 35 – 37 //

35 – 40, 49 – 40, 49 – 42, 52 – 42, 52 – 45, 56 – 45, 56 – 47.

 

Stig Þórs: Hrefna Ottósdóttir 14 og 5 fráköst, Unnur Lára 13 stig og 8 fráköst,  Heiða Hlín 12 og 9 fráköst, Magdalena 6 stig 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Helga Rut 4 stig og 11 fráköst, Sædís 4 stig, Gréta Rún 2 og Erna Rún 1.

 

Hjá ÍR: Birna Eiríks 14 stig, Nína Jenný 12, Sigurbjörg Rós 7 og 9 fráköst, Hanna Þráins 7 stig og 13 fráköst, Hrafnhildur 2 og Bryndís 1.

 

Tölfræði leiksins

 

Umfjöllun / Sigurður Freyr