Þóranna Kika Hodge Carr, leikmaður Keflavík, er með slitið krossband og mun því líklega ekki leika meira með liðinu á þessu tímabili. Samkvæmt frétt mbl kom það í ljós eftir myndatöku í gær, en hún meiddist á hnéi í síðasta leik liðsins í deildinni gegn Snæfell í Stykkishólmi. Þóranna er annar leikmaður Keflavíkur sem gerir það á þessu tímabili, en áður hafði Emelía Ósk Gunnarsdóttir einnig slitið krossband.

 

Þóranna verið góð það sem af er tímabili fyrir Keflavík, skilað 9 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali á 16 mínútum í leik.

 

Hvorug þeirra verður því með kl. 16:30 í dag þegar að Keflavík mætir grönnum sínum úr Njarðvík í úrslitum Maltbikarkeppninnar.