Þór Þ náði í mikilvægan sigur í baráttunni um úrslitakeppnissæti þegar topplið Hauka var í heimsókn. Úrslitin þýða að Haukar missa toppsætið í hendur ÍR í bili. 

 

Þórsarar tóku forystuna snemma í leiknum og stjórnuðu leiknum alveg þangað til rétt fyrir hálfleik. Haukar náðu góðu áhlaupi í lok annars leikhluta og fóru með 43-41 forystu inní hálfleikinn.

 

Jafnt var á nánast öllum tölum í þriðja leikhluta og virtist fátt geta aðskilið liðin. Það var þó í fjóra leikhluta sem Þórsarar fóru aftur í bílstjórasætið. 

 

Þegar mínúta var eftir komst Þór Þ í fimm stiga forystu sem Haukar náðu ekki að svara. Að lokum lönduðu heimamenn 93-85 sigri á toppliði Hauka. Sigurinn gæti gefið Þorlákshafnarbúum von um að sæti í úrslitakeppninni sé mögulegt á ný. 

 

Þór Þ.-Haukar 93-85 (30-24, 11-19, 28-24, 24-18)

Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 28, DJ Balentine II 17/6 fráköst/5 sto?sendingar, Snorri Hrafnkelsson 16/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 14/8 fráköst, Daví? Arnar Ágústsson 13, Magnús Breki Þór?ason 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 1, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Benedikt Þorvaldur G. Hjar?ar 0, Óli Ragnar Alexandersson 0/4 fráköst/6 sto?sendingar, Ísak Júlíus Perdue 0. 

Haukar: Paul Anthony Jones III 24/8 fráköst, Breki Gylfason 19/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 11/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/5 fráköst, Kári Jónsson 10/4 fráköst/9 sto?sendingar, Hjálmar Stefánsson 5/6 fráköst, Haukur Óskarsson 4/5 fráköst, Emil Barja 2, Sigur?ur Ægir Brynjólfsson 0, Alex Rafn Gu?laugsson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0/4 fráköst. 
 

 

 

Staðan í deildinni