Fyrir leik
Nú í dag mættust lið Þórs Akureyri og Stjörnunnar í bikarúrslitaleik í drengjaflokki. Bæði lið leika í A-deild í drengjaflokki og eru þau bæði jöfn á toppi deildarinnar svo ljóst var fyrir leik að um hörkuleik yrði að ræða hér í dag. Liðin höfðu mæst einu sinni í deild og endaði sá leikur með 6 stiga sigri Stjörnumanna 76-82.
Gangur leiks
Leikurinn fór jafnt af stað og héldust liðin alveg í hendur til að byrja með en fljótt tóku Þórsarar smá forystu og voru þeir yfir 12-17 eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta en voru með hræðilega skotnýtingu inní teig en hún var 2/14.
Mikill hraði var í byrjun 2.leikhluta og skiptust liðin alveg á að skora körfur og leikurinn hníjafn. En strákarnir að norðan fóru hratt að stíga framúr og voru komnir 15 stigum yfir þegar 2 mínútur voru eftir af 2.leikhluta. Þórsarar tóku frábært áhlaup en þeir settu niður 18 stig í röð og leiddu í hálfleik 28-51. Heilög þrenna Þórsara þeir Hilmar Smári, Júlíus Orri og Baldur Örn voru með 49 af 51 stigi Þórsara í hálfleik. Hinum megin var atkvæðamestur hann Dúi Þór með 13 stig í hálfleik.
Þriðji leikhluti fór mun jafnari af stað en fljótt reyndust yfirurðir Þórsara vera of miklir og héldu þeir áfram að byggja á forystu sína og fyrir síðasta leikhlutann voru norðanmenn með 33 stiga forystu 51-84.
Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkann en lítið gekk og sterk vörn Þórsara hjálpaði Garðbæingum ekki neitt.
Lykillinn
Hilmar Smári var frábær hér í dag. Hlóð í 33 stig og 9 stoðsendingar en hann dró vagninn ásamt Júlíusi og Baldri. Hilmar Smári var með flotta 3ja stiga nýtingu en hann setti niður 8/12 þristum.
Kjarninn
Sigur Þórsara var vel verðskuldaður í kvöld og fengu þeir framlag frá mörgum leikmönnum en þrír leikmenn áttu algjörlega stórkostlegan leik hérna í kvöld en það voru þeir Hilmar Smári, Júlíus Orri og Baldur Örn.
Samantektin
Stjörnumenn áttu því miður aldrei séns í kvöld en gáfust þó aldrei upp og héldu áfram að reyna sama hvað sem er aðdáunarvert. Ég þori að fullyrða það að ekkert drengjaflokks lið á landinu hefði getað unnið Þórsara í þessum ham hérna í kvöld, þeir hittu vel og spiluðu frábæra vörn. Skemmtilegur leikur og verður gaman að fylgjast með þessum framtíðarkörfubolta mönnum í nánustu framtíð.
Tölfræði leiksins
Viðtal eftir leik:
Umfjöllun / Axel Örn Sæmundsson