Guðlaug Björt Júlíusdóttir verður á ferðinni í kvöld með Florida Tech skólanum þegar liðið mætir Eckerd College. Florida Tech tapaði síðasta leik þann 17. janúar síðastliðinn.

Guðlaug gerði 2 stig í tapleiknum sem lauk með 71-69 sigri Embry-Riddle. Guðlaug var einnig með 2 fráköst og 1 stoðsendingu í leiknum. Florida Tech hefur unnið 5 leiki í Sunshine State riðlinum til þessa og tapað fimm. Andstæðingar kvöldsins í Eckerd hafa unnið 6 og tapað 4 svo það er von á miklum slag hjá Guðlaugu og liðsfélögum.

Flórída-liðin eru að bjóða upp á tvíhöfða gegn Eckerd í kvöld þar sem karlalið skólans með Val Orra Valsson innanborðs freistar þess að vinna sinn fimmta leik í röð í riðlinum. Fjörið hjá karlaliði skólans hófst með 96-83 sigri gegn Elvari Má Friðrikssyni og félögum í Barry þann 6. janúar síðastliðinn. Í síðast aleik hafði Florida-Tech öruggan 80-63 sigur á Embry-Riddle þar sem Valur Orri lét vel að sér kveða með 17 stig og 6 stoðsendingar.

Elvar Már Friðriksson og Barry-háskólinn eru líka á ferðinni í kvöld, annar tvíhöfði þar sem karla- og kvennalið skólans mæta Rollins en Barry er á toppi SSC riðilsins með 8 sigra og 2 tapleiki.